Working guy
Það er allt brjálað að gera hjá mér í vinnunni þessa dagana. Bæði er ég kominn með fullt af verkefnum og svo fer ég í ferðalag til Kanada á mánudaginn og verð í 4 nætur. Ég vonaðist nú eftir að vera sendur til Hawaii í fyrstu ferðina, en í staðinn er ég sendur í 30 stiga frost til bæjar sem er slatta fyrir norðan Calgary. Bærinn kallast Edmonton og er víst þekktastur fyrir að vera með stærstu Kringlu í heimi. Það eru víst rússíbanar inní mollinu og golfvöllur - trúi því þegar ég sé það. Það besta við mollið er reyndar það að ég þarf aldrei að fara útúr því þessar fjóra daga, þar sem bæði bankinn og hótelið mitt eru einmitt inní mollinu. Kannski maður skelli sér í golf líka.
Annars var mjög gaman í síðustu viku og mikið rokk á stelpunum. Ég og Birna skemmtum okkur konunglega í þær 2 mínútur sem við hittumst og svo drakk Rósa mig undir borðið á laugardaginn. Hún var nokkuð dugleg í GT, sem við strákarnir í 6X kölluðum alltaf "jólatré", man ekki af hverju.
Á morgun er svo þorrablót okkar Bostonverja. Þar verður aldeilis slett úr klaufunum og reittur í sig hákarl, a la Gestur. By the way, vitið þið að Gestur fékk að kaupa sér 50" sjónvarp? Brynja myndir aldrei gefa mér leyfi til slíkra kaupa, nema hugsanlega ef ég kæmist að sem viðfangsefni í "Queer Eye for the Straight Guy" og fengi koss frá goðinu hennar, honum Carson Kressley.
<< Home