fimmtudagur, mars 04, 2004

Bráðum þrítug en ekki tvítug

Þá er ég officially orðin 28 ára og verð að segja að ég fíla'ða bara vel. Ég er búin að fá fullt fullt af flottum pökkum og góðum kveðjum. TAKK TAKK ALLIR :) Ég er ekkert smá heppin að eiga svona góða vini og vandamenn. Fékk fullt af íslenskum blöðum frá Rósu og fjölskyldunni og engin þau sömu sem ég kalla ótrúlega heppni (nema þau hafi hringst á) þannig að ég stefni að því að eyða deginum við lestur slúðurbókmennta.

Það er alveg greinilegt hvaðan ég hef mitt góða skopskyn en ég er ennþá hlæjandi yfir kortinu frá fjölskyldunni. Ég held reyndar að Siggi bróðir eigi heiðurinn af því. Þetta byrjaði ósköp sakleysislega með "lifðu í ljósi en ekki í fjósi" og "lifðu vel og lengi en ekki í fatahengi" en svo kom

Lifðu í lukku en ekki í krukku með hrukku
Kastaðu pílu en vertu ekki í fýlu
Lifðu í leti en ekki í freti (ég vil trúa því að bróðir minn eigi a.m.k. þennan en ekki mamma eða pabbi)
Lifðu á fróni en ekki sem róni
Lifð í tjilli en ekki í dilli

og svo það besta...

Bráðum þrítug en ekki tvítug