þriðjudagur, mars 02, 2004

Gaman gaman...

Þá eru pakkarnir farnir að streyma inn fyrir The Big 28 á fimmtudaginn. Rósa fær þann heiður að vera uppáhaldsvinkona nr. 1 þar sem hún sló m.a.s. fjölskyldunni við þegar kom að því að vera fyrst að senda. En enn eru nokkrir dagar til stefnu svo ég bíð bara spennt við póstkassann á hverjum morgni. Hlakka ekkert smá til að sjá hvað er í pakkanum en má ekki opna fyrr en á fimmtudaginn. Þeir sem vita hvað ég er sjúklega forvitin (ég les síðasta kaflann fyrst í spennusögum) geta kannski gert sér í hugarlund þvílík kvöl og pína það er fyrir mig að hafa pakka fyrir framan mig sem ég má ekki opna strax. En ég skal standast freistinguna...