Notendakönnun
Ég er búin að vera að velta því dáldið mikið fyrir mér hvað ég eigi að skrifa um hérna á síðunni. Undanfarið hafa aðallega verið fréttir af daglegu lífi okkar hérna í Boston ásamt einstaka slúðri og dægurflugu sem hafa fengið að fljóta með. Þetta er kannski ekki mjög skemmtilegt aflestrar fyrir aðra en okkar nánustu og fólk sem hefur áhuga á þotuliðinu. Það skal líka viðurkennast að þetta er hvorki gáfulegt né djúpt hjal og ég er komin með áhyggjur af því að fólk sé kannski farið að halda að það sé kannski ekkert meira að gerast í kollinum á mér.
Ég sá líka að myndin af skónum hafði fengið 87 heimsóknir og þar sem ég veit að ég hef ekki kíkt nema svona 10 sinnum (í mesta lagi) þá er greinilegt að fleiri en ég hélt lesa síðuna. Ég var farin að halda að fólk væri hreinlega hætt að nenna að lesa hana þar sem aðeins svona 4 manneskjur skrifa nokkurn tíman eitthvað í commentakerfið en það er greinilegt að það eru einhverjir lesendur þarna úti sem kjósa að gera engar athugsemdir. Vona samt að engir ókunnugir perrar séu að lesa... hrollur.
Anýhú, þá ákvað ég að gera notendakönnun til þess að sjá hvað fólk vill að ég tjái mig um hérna á síðunni...
Hvað á að vera á síðunni
<< Home