Skórnir
Nú er ég búin að vera að leita að skóm síðan í sumar. Ég hef farið í hverja einustu skóbúð sem á vegi mínum hefur orðið, leitað á öllum netsíðum og skoðað tískublöð í bak og fyrir án árangurs. Skórnir sem um ræðir eru einfaldir, ljósgylltir, háhælaðir og með opinni tá (e. strappy sandals) sem til stendur að nota við ákveðið tækifæri í sumar. Nú eru aðeins um fjórir mánuðir til stefnu og ég er að verða örvæntingarfull. Ég hef reyndar fundið nokkra en þeir eru annað hvort skreyttir steinum, með ljótum hæl, ferkantaðri tá, of glansandi eða eina parið sem ég fann og hefði gengið en kostaði $550. Þess vegna gríp ég til þess örþrifaráðs að óska eftir hjálp... ég kalla hérmeð eftir aðstoð allra skósjúkra vinkvenna (og vina) minna! Ég er að leita að einhverju í þessum stíl en í ljósgylltum lit. This is an emergency girls!
Sumir myndu reyndar telja mig klikkaða að eyða meiri tíma í að finna réttu skóna en ég eyði í alla aðra skipulagningu samanlagt en það er efni í annan pistil...
<< Home