Gelluplan
Jájá.. mín lofar bót og betrun en svo gerist ekki neitt. Ég veit ég er svikari.
Annars er það helst að frétta að ég er í skýjunum yfir að geta loksins notað tölvuna mína án þess að hún sé að frjósa stanslaust.
Svo er bara verið að undirbúa sig fyrir helgi á South Beach en Nonni bauð mér að kíkja niðureftir til sín um helgina í staðinn fyrir að fljúga hingað uppeftir. Nú er planið að vera massa gella vs. lúðinn sem ég var í síðustu ferð. Í þeim tilgangi hef ég sett nokkrar grunnreglur sem er stranglega bannað að víkja frá:
1. Ekki fara í langar gönguferðir á nýjum skóm og með enga sólarvörn, sérstaklega ekki fyrsta daginn.
2. Ekki liggja í tvo tíma sólarvarnalaus á ströndinni.
3. Ekki ætla að kaupa bikíní þegar komið er í fríið, mæta með það á staðinn (það mun þá vera í fyrsta skipti sem ég geri það!).
4. Ekki gleyma red hot sugamama Karen Millen kjólnum sem ég keypti í febrúar og hef ekki haft tækifæri til að nota... úhúhúúú...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home