sunnudagur, júní 13, 2004

Amerískt gæðasjónvarp

Snökt snökt, Nonni er að fara til Flórída í fyrramálið eftir að hafa verið heima í heilar 2 vikur. Eina huggunin mín er að það er lokaþátturinn í uppáhaldsþættinum mínum annað kvöld. Já, lokaþáttur af the guilty pleasure WB Superstar USA verður sýndur annað kvöld.

Nú eru einungis þrír keppendur eftir, latínóstjarnan Rosa, sexkittenið Jamie og superhunkið Mario. Verst bara að The JoJo var látinn fara í síðasta þætti þrátt fyrir að hann hafi heillað áhorfendur með "the worm" moovinu sínu (dansspor þar sem hann lítur út fyrir að hafa ekki eitt bein í líkamanum) og hafi hrist bossan fyrir áhorfendur (eða "JoJo's got the hottest badunkadunk in show biz" eins og hann orðaði það svo snilldarlega sjálfur).

Sagan segir að áhorfendum í salnum hafi verið sagt að keppendurnir væru frá samtökunum Make a Wish Foundation, sem gerir út á það að láta drauma dauðvona fólks rætast, til þess að þau yrðu ekki púuð niður. Þau hafa aldrei séð hvort annað performa en nú í lokaþættinum mun sannleikurinn koma í ljós þegar þeir tveir keppendur sem eftir standa munu syngja saman dúett. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvort þau fatti plottið þá. Eitt er að þau séu algjörlega blind fyrir eigin hæfileikaleysi en þau hljóta að sjá það hjá hvort öðru... oh, ég elska amerískt sjónvarp.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska þennan þátt.
Mér finnst dómararnir vera æði...
Verst að ég þarf víst að læra annað kvöld og missi af þessu. Treysti á áreiðanlegar fréttir á síðunni þinni.
Respect,
Anna Þorbjörg.

9:30 e.h.  
Blogger Brynja said...

Já, ég mun skrifa ítarlegan pistil um lokaþáttinn hér á síðuna. Eða get kannski sent þér í tölvupósti, vil ekki vera með neina spoilera ef þetta skyldi verða sýnt á Íslandi (sem ég vona).

Mér finnst Vitamin C alveg best. Þegar hún sagði við JoJo "This was a ridiculous performance" og hann var alveg bara takk takk... æ, hahaha.

6:50 f.h.  
Blogger Brynja said...

Og þetta er svoooo skemmtilegt... sumir eru eitthvað að tuða yfir að þetta sé illa gert en fólkið getur nú bara sjálfu sér um kennt. Skrýtið líka að enginn vina þeirra hafi bent þeim á að þau yrðu sennilega aldrei valin í alvöru hæfileikakeppni.

4:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home