miðvikudagur, júní 16, 2004

Hiti og sviti

Nú er aldeilis komið sumar í Boston. 30 stiga hiti og rakara en í helvíti => Ég fæ bólur og frizzy hár. En ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur skal safna liði og hefna... Ég held ég neyðist til að kaupa mér Själ. While I'm at it, kannski ég skelli mér á þessa tösku í leiðinni. Í bleiku.

Hárið hlýtur að jafna sig þegar ég lendi á Íslandi að morgni 4. júlí. Já, það er orðið opinbert, mín verður á Íslandi frá 4. júlí til 2. ágúst næstkomandi, íslensku þjóðinni til mikillar gleði og ánægju. Get ekki beðið eftir að hitta Goðheimagengið*, my homegirls og alla aðra sem vilja hitta mig. Nú er aldeilis hægt að skipuleggja matarboð, gönguferðir og önnur huggulegheit**.

Að allt öðru. Var að horfa á Love Actually í annað skipti og mikið andsk... er það nú góð mynd. Er ekki frá því að það hafi fallið nokkur tár á þessum bæ. Sérstaklega af því að allir voru svo ástfangnir í myndinni og mín ást er í Flórída. Snökt. En ég held að ég ætli að fara á morgun að kaupa diskinn.

*Við fjölskyldan kjósum að kalla okkur það. Já, eða bara "Gengið" til hagræðis.

**Code name fyrir hvítvínsdrykkju. Kann ekki við að tala um hvítvínsdrykkju þar sem allt of margir úr fjölskyldunni lesa síðuna.

P.s. Búin að vera ansi mikil huggulegheit hjá mér í kvöld.

1 Comments:

Blogger Brynja said...

Var búin að taka hádegið frá ;) Sjáumst.

11:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home