Daytime TV
Verandi heimavinnandi húsmóðir er ég orðin ansi fróð um amerískt dagsjónvarp. Ég hef reyndar náð að halda mér algjörlega frá sápunum en hef fylgst með pretty much öllu öðru sem er í boði hérna á daginn. Við erum reyndar ekki með kapal sem bjargar mér frá því að vera orðin algjör sófakartafla (couch potato) en úrvalið er samt þó nokkurt. Ég hef ákveðið að gera stutta samantekt á því sem í boði er, öðrum til leiðbeiningar eða hreinlega til að sýna fólki hvað ég hef fyrir stafni. Ég byrja á botninum og vinn mig upp eftir virðingastiganum.
1. Jerry Springer
Jerry er óþarfi að kynna fyrir íslendingum, sérstaklega eftir að þættirnir um Nonna Sprengju voru gerðir á Skjá einum í sönnum Jerry anda. Þarna kemur allt liðið af lægstu þjóðfélagsstigum Bandaríkjanna fram. Þá erum við að tala um LÆGSTA stig mannlífsins. Fólkið í Deliverance lítur út fyrir að vera fágaðir heimsborgarar við hliðina á þessu liði.
2. Wayne og Ricky Lake
Wayne er miðaldra hvítur karlmaður og þættirnir hans bera iðulega yfirskriftina "I know it's your baby so pay up" eða "I cheated on my husband and our 5 year old is not his". Þ.e. flestir þættirnir ganga út á fá niðurstöður faðernisprófa í beinni. Eins og gefur að skilja þá er fólkið í þessum þætti ekki mikið fágaðra en gestir Jerry Springer en ég myndi samt segja að þau væru einu stigi ofar.
Ricky er aðeins skárri en Wayne en bara vegna þess að hún er aðeins fjölbreyttari. Hún tekur á málum eins og fegrunaraðgerðum sem hafa misheppnast, teenage pregnancy og kynskiptaaðgerðum. Samt er sama fólk sem kemur til hennar og til Wayne, bara aðeins fjölbreyttari vandamál.
3. Court TV
Hér er aðallega um 3 þætti að ræða: Judge Brown, Judge Judy og Judge Mathis, og eru þeir allir keimlíkir. Þarna kemur fólk af svipuðu sauðahúsi og til Wayne og Ricky sem hefur kært hvort annað af misgáfulegum ástæðum og lætur dómarana niðurlægja sig. Ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera nettur sucker fyrir þessum þáttum þó að þeir verði fljótlega dáldið einsleitir. Ég er bara svo illa innrætt að mér finnst gaman að horfa á fólk auglýsa eigin heimsku í sjónvarpinu.
4. Spjallþættir I
Í þessum flokki eru Sharon Osbourne og Wayne Brady (ekki rugla saman við nr. 2). Þau fá til sín C og D stjörnur sem eru t.d. að leika aukahlutverk í einhverri off Broadway sýningu eða leika aukalhlutverk í einhverju sitcom. Wayne hefur það reyndar umfram Sharon að hann er ágætlega skemmtilegur sjálfur en Sharon er manneskja sem ætti ekki að vera með sinn eigin þátt. Hún er alveg rosalega leiðinleg og talar með þessari óþolandi, vælandi, bresku kerlingarödd sem þeir sem hafa horft á The Osbournes kannast við.
5. Spjallþættir II
Í þessum flokki er Ellen DeGeneres. Hún er nýbúin að vinna Emmy fyrir þessa þætti sína og ekki að ástæðulausu. Hún er mjög skemmtileg og fær til sín A og B stjörnur sem eru að gera góða hluti. Enginn ruslaralýður hér! Eina ástæðan fyrir því að hún er ekki í flokki með Opruh er sú að hún er aðeins búin að vera með sinn þátt í ár.
6. Spjallaþættir III
Drottning Daytime TV og ein ríkasta kona Bandaríkjanna er að sjálfsögðu Oprah. Hún fær aðeins til sín A fólk en þess á milli tekur hún á nauðsynlegum málum sem standa hjarta amerískra húsmæðra næst. Þetta eru mál eins og "Sættu þig við líkama þinn" og "Hvernig á að ala upp kurteis börn". Amerískar húsmæður gera það sem Oprah segir þeim að gera og sem dæmi má nefna að sala á Önnu Karenínu jókst nýlega um einhver 600% af því að Oprah sagðist vera að lesa hana.
2 Comments:
Haha, þessi samantekt þín er mjög góð.
Jerry Springer býr alveg í næsta nágrenni við okkur Palla, en við erum búin að hitta hann oftar en einu sinni á kaffihúsinu á næsta horni. Skemmtilegur nágranni þar...
Ég fíla Ellen mjög vel, en hef (sem betur fer) ekki séð restina af þessu day-time TV. Kannski breytist það núna í upplestrarfríinu fyrir Comps, hef náttúrulega ekki haft tíma só far...
Knús,
Annie.
Ég mæli með dómaraþáttunum. Þetta eru alvöru mál og dómurinn stendur. Þættirnir sýna mjög vel hvað Ameríkanar eru duglegir að draga náungann fyrir rétt út af fáránlegustu málum. T.d. var einn um daginn sem kærði hótelið sem hann var á fyrir að hann hafði ekki heyrt símann sinn hringja á herberginu.
Skrifa ummæli
<< Home