fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Breaking up - Paris Style

Ef það eru einhverjir þarna úti sem þurfa að losa sig út úr sambandi en vilja ekki gera það eins og einhver meðalplebbi þá er hérna lýsing Parísar Hilton á því hvernig hún hætti með kærasta sínum til sex mánaða, Nick Carter úr Backstreet Boys.

Þar sem París sat í förðun fyrir tískumyndatöku fór hún allt í einu að hugsa um samband sitt við Nick. Þá laust því að henni að hún ætti í rauninni að vera ein. Til að koma skipulagi á þessar ruglingslegu hugsanir hringdi hún umsvifalaust í miðilinn sinn sem staðfesti grun hennar, hún átti að vera ein. Að þessu símtali loknu hringdi hún beint í Nick og sagði honum frá þessari niðurstöðu sinni og lauk sambandinu. En af því að París er djúp og tilfinningarík manneskja þá þurfti hún að leita andlegrar íhugunar eftir þessi tímamót. Þess vegna fór hún beint í Kabbalah miðstöðina þar sem hún talaði um þetta við viðstadda og fékk sér nýtt Kabbalah Band. Þetta hjálpaði henni mikið og í dag líður henni betur.

Þess má geta að aðspurður vildi Nick þessi meina að sambandsslitin hefðu komið frá báðum og starfsfólk tískumyndatökunnar afdrifaríku minnist þess ekki að París hafi verið í uppnámi eða verið lengi í símanum.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

meeeen hvað ég væri til í ef París væri kærasta mín til 6 mánaða (eða lengur), er samt viss um að hún leysir stærðfræðiþrautir og les nóbelsbókmenntir í frítíma sínum þegar ðí sönn og njús off ðí vorld sjá ekki til

Maggi

2:46 f.h.  
Blogger Brynja said...

Já það er augljóst af viðbrögðum hennar við þessu breakupi að þarna fer djúp kona. Óhugsandi annað en að hún stundi æðri listir og menningu í frítíma sínum.

9:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home