Viño Gingero
Þegar ég kom til Íslands um daginn var ég dáldið hissa á því að Íslendingar væru ekki búnir að uppgötva snilldardrykkinn Viño Gingero. Þetta er nýjasta æðið hérna í USA og er alveg ótrúlega gott. Grunnhugmyndin er að taka gott hvítvín og út í það er settur biti af engiferrót. Þetta er alveg ótrúlega gott og frískandi í sumarhitunum.
Það var einhver Kalforníubúi sem uppgötvaði þetta og er nú orðin vellauðugur á þessari einföldu, en samt snilldar hugmynd. Svona er nú Ameríka.... Þetta er búinn að vera aðal sumardrykkurinn á börunum hérna í Boston og NYC og að sjálfsögðu drekkur fólk ekki annað í Kali. Spurning um að breiða siðinn út til Íslands líka?
2 Comments:
Já ég smakkaði þennan drykk í sumar og að köldu hvítvíni ólöstuðu þá er ekkert sem toppar Viño Gingero.
Hlakka til að hitta ykkur í haust (líklega október byrjun) og dreypa á snilldinni.
Love,
Anna Þorbjörg
Viño Gingero bíður eftir þér í kælinum. Hlökkum til að sjá þig :)
Skrifa ummæli
<< Home