Líf mitt sem flugnamorðingi
Mér varð hugsað til máltækisins "það er galli á gjöf Njarðar" þegar kom í ljós að sólinni og blíðunni hérna fylgja moskító flugur. Eitthvað hafa varnir heimilsins brugðist því að allnokkrar virðast vera fluttar inn til okkar og hafa haldið veislu á mér. Ég hef talið 24 bit fram að þessu, þar af tvö í andlitið og nokkur á höndunum. Þetta er að sjálfsögðu stríðsyfirlýsing í mínum huga þannig að ég hef lagt mig í fram um að láta enga flugu sleppa fram hjá mér ómyrta. Þegar þetta er skrifað er staðan 24-10 fyrir flugunum.
Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað ég hef gaman af þessu (þ.e. að drepa flugurnar, ekki að vera bitin). Nonna hætti að standa á sama þegar ég var hoppandi um íbúðina um helgina, klappandi saman höndunum með stríðsglampa í augunum. Mesta nautnin er þegar það kemur blóðsletta þegar flugan er kramin því þá er gulltryggt að hún er búin að stinga einhvern og hefur átt þetta fyllilega skilið. Ég víla hins vegar ekkert fyrir mér að drepa þær sem eru ekki með blóði því ég efast ekki um að þær hefðu gert árás á mig ef þær hefðu tækifæri til þess... fyrirbyggjandi hreinsanir.
Jájá, annars skellti mín sér í IKEA í gær. Keyrði 2 tíma (hvora leið) til að kaupa hillu, kjöttbulla, lingonsultu og baðmottu. Dugleg stelpa. En nú er pressa að gera fínt hérna á heimilinu því að Bibba er að slá öllum ættingjum og vinum við sem "Besti Boston vinur okkar" og er að koma í heimsókn nr. 2 í kvöld! Is gonna be nice...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home