þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Myndir

Þá eru komnar myndir frá heimsókn Birnu til Boston um daginn og svo frá helgarferð okkar hjónanna til Key West nú um helgina. Sama lykilorð og var á öllum gömlu Imagestation albúmunum. Ef einhvern vantar lykilorð þá má senda mér póst.

Birna í Boston


KEY WEST
Það rættist ótrúlega vel úr helginni. Við fórum niður til Key West og gistum á Rauða hananum eins og áður hefur komið fram. Við leigðum svo hjól á laugardaginn og slöppuðum almennt mjög vel af. Um kvöldið tókum við gamla pakkann og fórum á Kelly's (as in Kellly McGillis úr TopGun en hún á staðinn) og fengum okkur gott að borða og nóg af Viño Gingero með öllu saman. Á sunnudeginum fórum við svo í sex tíma bátsferð þar sem við snorkluðum á kóralrifinu og sigldum svo á kajak kringum Mangrove tré eyju. Við vorum á ca. 50 sm dýpi en náðum að sjá hákarl, skötur og fullt af marglyttum. Hápunktur ferðarinnar var svo að fá sér Publix kjúlla og kartöflusalat á leiðinni heim... eitt sem ég sakna frá Atlanta.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þvílíkt skemmtilegar myndir!

Hlakka svo til að hitta ykkur.

Knús,

Annie Burgerfanny

1:09 e.h.  
Blogger Brynja said...

Sömuleiðis, er að vinna í magnaðri dagskrá fyrir heimsóknina.

2:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home