Þá eru komnar myndir frá heimsókn Birnu til Boston um daginn og svo frá helgarferð okkar hjónanna til Key West nú um helgina. Sama lykilorð og var á öllum gömlu Imagestation albúmunum. Ef einhvern vantar lykilorð þá má
senda mér póst.
Birna í Boston
KEY WEST

Það rættist ótrúlega vel úr helginni. Við fórum niður til Key West og gistum á Rauða hananum eins og áður hefur komið fram. Við leigðum svo hjól á laugardaginn og slöppuðum almennt mjög vel af. Um kvöldið tókum við gamla pakkann og fórum á Kelly's (as in Kellly McGillis úr TopGun en hún á staðinn) og fengum okkur gott að borða og nóg af Viño Gingero með öllu saman. Á sunnudeginum fórum við svo í sex tíma bátsferð þar sem við snorkluðum á kóralrifinu og sigldum svo á kajak kringum Mangrove tré eyju. Við vorum á ca. 50 sm dýpi en náðum að sjá hákarl, skötur og fullt af marglyttum. Hápunktur ferðarinnar var svo að fá sér Publix kjúlla og kartöflusalat á leiðinni heim... eitt sem ég sakna frá Atlanta.
2 Comments:
Þvílíkt skemmtilegar myndir!
Hlakka svo til að hitta ykkur.
Knús,
Annie Burgerfanny
Sömuleiðis, er að vinna í magnaðri dagskrá fyrir heimsóknina.
Skrifa ummæli
<< Home