þriðjudagur, september 21, 2004

Meðan við bíðum...

...eftir nánari umfjöllun um Emmy þá getið þið skemmt ykkur yfir þessari mynd af Paulu Abdul. Fyrir þá sem muna eftir röndótta beehive updoinu sem hún var með í fyrra þá hélt ég satt að segja að hún gæti ekki orðið verri en... henni tókst það! Það er eins og hún hafi látið átta ára frænku sína greiða sér... æ, ég dey úr hlátri. Eyrnalokkarnir og hálsmenið fullkomna svo prinsessulúkkið.

7 Comments:

Blogger Stína said...

brjóstaskoran hennar er ekki alveg að gera sig...

3:04 e.h.  
Blogger Brynja said...

Nei heyrðu, ég var ekki einu sinni búin að taka eftir henni vegna alls hins sem er í gangi hjá Paulu á þessari mynd! Dæmi um hvað lélegt boob job getur gert manni.

P.s. Hver er Kristín? Er ég lúði að kveikja ekki?

11:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að allt stuffið sem hún er með á sér sé bara aum viðleitni hennar til að fela hrikalegt boob-job.

Annars telst Paula seint til smekkvísra kvenna, greyið.

AÞJ

6:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef Paula væri í hvítum kjól þá væri hún eins og gullfalleg íslensk brúðir!!! Ekkert að því ;-)

BB Johnson

7:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Orðið er brúður. Ein sem er búin að vera aðeins og mikið í útlöndum. Bar erfit ad skrif svon islenska.

7:44 f.h.  
Blogger Stína said...

æ, þetta er stína...ég er bara skráð hjá blogger og valdi á milli þess að vera anonymous eða kristin. ég heiti víst kristín...kom mér jafnmikið á óvart og öðrum. :-)

9:16 f.h.  
Blogger Brynja said...

Já Stína... svona get ég nú verið fattlaus... Dettur hreinlega ekki í hug að Kristín geti verið Stína.

Já, sammála þessu með brúðina... hahaha.

10:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home