mánudagur, september 13, 2004

How are you doin?

Í dag fékk ég í fyrsta skipti tækifæri til að nota línuna "No thank you, I am married". Mín var á labbi í dag (í húsmóðurgallanum, sjá mynd) og þá vatt ungur maður sér upp að mér og sagðist kannast alveg rosalega við mig og eftir stutt samtal spurði hann mig svo hvort ég væri nokkuð til í drykk einhvern tíman.

Nú held ég alltaf að það sé eitthvað að strákum sem reyna við mig, sérstaklega ef þeir eru ekki ómyndarlegir*. Annað hvort það eða að verið sé að gera grín að mér. Þessi var bara alveg ágætlega útlítandi svo það hlýtur eitthvað andlegt að hafa verið að honum. En ég lái honum svosem ekki að reyna. Ég fékk nefnilega moskítóbit á baugfingurinn um daginn og hef ekki getað gengið með Hringinn í nokkra daga. Best að fara að setja hann upp aftur svo ég fái frið.

* Ég er enn að reyna að átta mig á hvað er að Nonna.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi mynd af þér er geggjuð. Ef þetta hefur verið svipurinn á þér þegar "How are you going"-gaurinn sá þig, þá lái ég honum ekki...

Love,
Annie

10:02 e.h.  
Blogger Brynja said...

I know! Ég er ómótstæðileg.

8:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En hefðirðu fengið þér drykk fyrir 17. júlí?!!!

BB Johnson

2:58 e.h.  
Blogger Brynja said...

I guess we will never know...

Nei annars, efast nú um það en þá hefði ég þurft að finna upp á annarri afsökun.

3:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home