föstudagur, september 17, 2004

Bitchy

Er á Tremont bókakafinnu á Newbury með lappan minn (og nýja netkortið!) og bitch dauðans situr fyrir aftan mig. Hún er búin að vera í símanum í hálftíma og hefur bara talað illa um fólk allan tímann. Ekki bara eina manneskju heldur hleypur hún fram og til baka og er algjör tík. Hún gæti alveg eins verið að tala við vegg því að hún hefur ekki stoppað heldur. Ef einhver hefur séð Mean Girls (já, ég fer á girly teen movies) þá er hún nákvæmlega eins og þær. I am sorry that people are so jealous of me.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey, hvað á maður eiginlega að bíða lengi eftir tískuúttekt Emmy-verðlaunaafhendingarinnar? Tikk-takk, tikk-takk, tikk-takk...

Ég var ansi hrifin af Dreu DeMatteo, Mishu Barton og Portiu DeRossi...

Love,
Annie

2:58 e.h.  
Blogger Brynja said...

Já, ég er að vinna í þessu. Ég verð að viðurkenna að ég missti af red carpet umfjölluninni þannig að ég hef bara myndir á vefnum og það sem ég sá af verðlaunaafhendingunni til að styðjast við.

Ég var líka hrifin af SJP en ég var að spá hvort Jorja Fox (CSI: Las Vegas) hafi verið að senda yfirmönnum sínum skilaboð um að hún þurfi að fá launahækkun með því að mæta í WalMart kjól með gerviperlur.

4:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, já Jorja greyið var hrikaleg...

Mér fannst bæði SJP og Kristin Davis vera flottar, en ekkert outstanding svo sem... Svo var Laura Linney líka ágæt.

R.e.s.p.e.c.t.

Annie.

4:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home