miðvikudagur, október 13, 2004

Dilemma

Íbúar Massachusetts standa frammi fyrir miklum vanda í kvöld. Á að horfa á þriðju og síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna eða leik Red Sox og Yankees?

Eins og allir vita þá eru Yankees erkióvinir okkar manna í Red Sox og leikurinn í kvöld er nr. 2 í undanúrslitunum fyrir World Series*. Ástæðan fyrir hitanum milli Red Sox og Yankees er að sjálfsögðu sú að eftir að Red Sox seldi Babe Ruth til Yankees hefur hvílt bölvun yfir liðinu, The Bambino Curse. Á þeim tíma höfðu Red Sox unnið 5 World Series titla, mest allra liða. Þeir hafa ekki unnið World Series síðan þá... það var árið 1920.

Á hinn bóginn er John Kerry okkar maður líka. Hann býr í næsta hverfi við okkur hér í Boston og er þingmaður Massachusetts. Staðan í skoðanakönnunum hefur breyst stórlega (til batnaðar) frá fyrstu kappræðunum og þær eru því augljóslega mjög mikilvægar. Þetta er besta tækifærið sem kjósendur fá til að sjá hvað frambjóðendurnir hafa að segja og þarna kemur munurinn á þeim best í ljós.

Það er því ljóst að Bostonbúar standa framm fyrir erfiðu vali í kvöld. Okkar menn að gera það gott á tveimur vígstöðvum. Af fréttunum að dæma myndi ég giska á að almenningur muni horfa frekar á leikinn.

*Ameríkönum finnst ekkert að því að kalla keppni með eingöngu bandarískum liðum World Series.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vel leikinn. Þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta var svekkjandi í fyrra að tapa 4-3. Hvað er fallegra en sveittir strákar á Fenway? Ég bara spyr.
Svo er líka svo cool að allur varningur frá Red Sox er merktur risastóru B. How awesome is that??

BB

6:10 e.h.  
Blogger Brynja said...

That is true! Ég er að árið mitt í Boston sé árið sem The Bambino Curse verði aflétt.

6:20 e.h.  
Blogger Stína said...

ég meika ekki að horfa á kappræðurnar...mér finnst það of vandræðalegt. mæli bara með leiknum.
þeir sem eru með tvö sjónvörp geta horft á bæði...:-/

9:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég horfði á kappræðurnar. Ég vorkenndi eiginlega Bush greyinu, hann var svo aulalegur og Kerry tók hann í bakaríið. Palli var alveg bara: "Anna mín, Bush er af einni ríkustu fjölskyldu Bandaríkjanna, hann hefur hegðað sér eins og fáviti og logið að bandarísku þjóðinni sem forseti landsins. Það er ekki hægt að vorkenna honum." Satt og rétt...

Annars erum við hjúin að spá í að hitta ykkur í jólastuði í NY... ;)

Love,
Annie

2:41 e.h.  
Blogger Brynja said...

Ég er alveg sammála. Ég gat ekki hætt að hugsa um hvað það væri intressant að sjá niðurstöðu greindarvísitöluprófa hjá þessum tveimur frambjóðendum. Fannst Bush alveg sorglegur. Eins og t.d. þegar hann gerði grín að Kerry fyrir "að skilja ekki landamæri Bandaríkjanna" þegar Bush var alveg sjálfur að misskilja... ææææ.

Okkur Nonna líst rosavel á NY og Boston plön ykkar hjóna. Þetta verður lengi í minnum haft.

9:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home