Updating the Algorithm in the Matrix
Loksins get ég sagt þessa setningu án þess að blikna! Skilaði af mér þremur stórglæsilegum reiknirita algóriþmum í dag og notaði til þess hvað annað en matrix-a!
Halla og Ægir stóðu sig gríðarlega vel í gestahlutverkinu um helgina þó að þetta hafi verið ansi stutt stopp. Djammið varð samt heldur misheppnað þar sem gestirnir voru ansi sybbnir, enda að jafna sig á fjögurra tíma tímamismun. Okkur tókst samt að drekka nokkrar kippur af bjór og dressuðum okkur svo upp í Red Sox litunum. Myndir komnar inn hér til hliðar.
Það er helst að frétta af okkur hjónunum að stóllinn góði kom í hús á laugardaginn og nú er slegist um að sitja í honum. Nonni lagðist m.a.s. svo lágt að beita kröftunum til að draga mig úr honum! Ég þarf að hugsa upp einhver djöfulleg ráð til að nota undir þeim kringumstæðum. Hingað til hefur mér reynst best að þykjast vera aum einhvers staðar og þá er hann eins og smjör í höndunum á mér... hahaha.

Mæling dagsins er með hljómsveitinni Tenderfoot. Náið í Waterfall hérna. Torfi, þetta er ekki sami tónlistarstíll og ég hef verið að mæla með áður svo þér er óhætt að tékka á þeim.
1 Comments:
Já, við höfum rætt þennan möguleika. Eins og er komum við ekki öðrum stól fyrir nema að henda einhverju öðru út... spurning með tölvuborðið?
Skrifa ummæli
<< Home