sunnudagur, desember 05, 2004

Fær þessi maður þig til að vilja kaupa ilmvatn af sér?

Viðskiptabók... já sennilega og jafnvel dúkkur (þær eru til) en ilmvatn?!!

Annars er það helst í fréttum að við eigum pantað far heim 28. desember og erum þar með flutt til Íslands. Nú stendur yfir flutningaplansvinna og verslunarmaraþon. Það stendur reyndar ekki til að koma heim með þrjá gáma fulla af dóti en reiðhjól og gasgrill verða örugglega í gámnum.

Svo styttist óðum í að Anna sys og Freyr láti sjá sig og þá verður nú chillað. Hápunktur þeirrar heimsóknar verður svo löng helgi í NYC þar sem Anna Þorbie og Otrip munu hitta okkur. Af því tilefni ætla ég í stutta vettvangsferð á morgun til að kíkja á aðstæður í NY. Skemmtilegra að vera þar í góðra vinkonu hóp en ein að lufsast í Boston meðan Nonni verður í Washington DC.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að Björgólfur Thor eigi að koma með sinn eigin ilm fyrir næstu jól, það yrði pottþétt jólagjöfin 2005.

Ég hlakka geggjað til að hitta ykkur í NY. Skoðaðu allt mjög vel núna, vertu augu mín og eyru á svæðinu, annars er planið nánast skothelt eins og er.

Respect,
Anna.

1:49 e.h.  
Blogger Stína said...

svo fer maður nú loksins að geta keypt alveg eins jakkaföt og hann er í! fatalínan hans kemur brátt í búðir, sumsé blá jakkaföt og rauð bindi. vei.

10:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home