föstudagur, desember 03, 2004

I consider myself a mental magician


Eru nýju einkunnarorðin mín. Ég hef ákveðið að láta alla uppgerðar hógværð og lítillæti lönd og leið og vera í staðinn stolt af yfirburðum mínum. Já, er ekki kominn tími til að horfast í augu við það að við getum ekki öll verið jöfn og sum okkar eru hreinlega bara betri en almennir plebbar og fávitar.

Ég vil þó ekki líta á sjálfa mig sem snobbaða, þó að ég sé vissulega uppfull af fyrirlitningu í garð fólks sem er ekki jafn gott og ég. Góð vinkona mín skrifaði einmitt lærða grein um þetta mál um daginn þar sem hún sannar að samhengi er milli plebbaskapar og birtingu mynda af fólki í Séð og Heyrt. Ég get eiginlega tekið undir allt sem hún segir í greininni.

En hvað með okkur sem erum betri en almúginn? Eigum við endalaust að þurfa að umgangast þá sem eru glataðri en við? Vissulega mætti benda á mannúðarsjónarmið í þessu samhengi og að þetta fólk þyrfti á umgengni við okkur að halda til þess að falla ekki alveg á botninn. Og jú, það er hægt að fá mikla skemmtun út úr því að lesa Séð og Heyrt og hlæja að vandræðaganginum í þessu fólki (bjóða hrossa sausage í matarboði). En þolinmæði fólks hljóta að vera takmörk sett. Við getum ekki endalaust umgengist þetta fólk eins og jafningja bara vegna þess að við vorkennum þeim eða getum hlegið aðeins á þeirra kostnað. Héðan í frá ætla a.m.k. ég að hætta að umgangast plebba og tala bara við fólk af sama kalíberi.

Já, við getum víst ekki öll verið kúl...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fleiri opinbera þessa hlið. Pólitísk rétthugsun er leiðinleg og orsakar hrukkur fyrir aldur fram. Sem betur fer virðast vera nokkrar þungamiðjur (e. gravity points) fyrir almennan plebbaskap, Selfoss er ef til vill besta dæmið, þannig að unnt er að halda samskiptum í algjöru lágmarki.

Love & respect,

Anna (sem reyndar hefur birst í Séð & Heyrt, en það var fyrir nær 8 árum, þannig að það hlýtur að vera fyrnt)

P.s. Myndin af þér er falleg og viðeigandi.

2:25 e.h.  
Blogger Stína said...

"common sense isn't very common"
ég held að fólk frá hvaða þjóðfélagsstétt geti verið plebbar og ekki plebbar. í mínum huga er plebbaskapur blanda af lágkúru, meðaljónahugsun og smekkleysi. plebbar koma ekkert endilega frá selfossi en það er samt ekki hægt að neita því að breyttir honda civic bílar, ljótar strípur og fm hnakkar eru oft ættaðir þaðan.
btw. eruð þið búnar að sjá "the real gilligan's island"?

4:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Brynja má ég tala við þig þegar þú flytur heim???

Johnsoninn

8:54 e.h.  
Blogger Brynja said...

Já, flestir vinir mínir eru í svala hópnum þannig að þið þurfið ekkert að óttast.

10:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home