föstudagur, janúar 07, 2005

Gleðilegt ár!

Þá erum við nú aldeilis komin heim og komin á fullt í lífsgæðakapphlaupið. Varla búin að vera meira en viku heima og þegar búin að kaupa okkur forláta Huyndai Santa Fe og íbúð! Já, við vorum nú ekki lengi að því. En, við teljum okkur hafa gert kostakaup og vorum rosalega heppin að finna draumabílinn og draumaíbúðina á svona stuttum tíma. Fáum íbúðina um miðjan mars og ég get hreinlega ekki beðið.

Annars erum við búin að eiga góðar stundir síðan við komum heim. Búin að hitta fullt af vinum og fjölskyldu og erum enn að klára rúntinn. Það liggur samt ekki eins mikið á og venjulega því nú erum við komin til að vera. Nú er fyrsta helgin framundan þar sem engin stórhátíð er og er planið að slappa bara vel af (mig grunar að það feli í sér Mackintosh og jólabækurnar fyrir Nonna (eða Dýrin í hálsaskógi og Bernaise-sósu*)). Leiðin í kvöld liggur upp í bústað með hluta af Barbiegirls þar sem planið er að borða góðan mat, fara í pott og hafa það bara almennt gott. Á morgun er svo afmæli hjá Láru kláru en mér skilst að hún sé í þessum töluðu orðum að gera Vodka Jell-ó... gaman gaman.

*Smá einkahúmor sem varð að fá að fljóta með.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða íbúð? Ég er svo spennt!!!

5:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home