Nostalgía

Mikið rosalega er nú gaman að gifta sig. Læt eina mynd af brúðinni hugljúfu fylgja með svona til skemmtunar. Því miður fannst engin önnur almennileg mynd af brúðgumanum en sú sem var á jólakortunum... Æææ, verð að láta mér nægja að skoða myndir af sjálfri mér í brúðarkjól, farðaða og með greiðslu.
5 Comments:
Hmm já, ég tala náttúrulega ekkert um að það það hafa tvö börn fæðst í vinahópinn síðan ég skrifaði síðast. Neinei, mín talar bara um sjálfa sig og brúðkaupið sitt... haha.
Og já, það fylgdi náttúrulega ekki sögunni að ég sit hér í brúðarkjólnum að skoða myndirnar. Get ekki alveg rennt honum upp en það er allt í lagi.
Sjitt hvað ég er að treysta á að allir séu hættir að lesa síðuna.
Hehehe, ég les.
Þú ert bjútífúl brúður.
Kem í vikuferð til Íslands 21. maí. Treysti á samdrykkju?
Love,
Tara
Pældu í því Brynja að við Árni erum ekki ennþá búin að fá brúðarmyndirnar okkar í albúm því ég finn engin albúm til að láta ljósmyndarann fá. Ertu með einhverjar hugmyndir um búðir hérna í USA þar sem maður getur keypt albúm???? Ég er alveg til í að setjast niður með hvítvínsglas og rifja upp þennan skemmtilega dag... það er annað mál hvort að ég geti leigt kjólin aftur og mátað hann... En ég hlakka til að sjá ykkur í sumar og fara í brilliant ferð til Föröja,,,verður stemning. Þá getum við deilt brúðkaupsminningum.
Kveðja frá Seattle þar sem allt er í blóma. Hrönn
Skrifa ummæli
<< Home