Hnúkspælingar
Snilldarspá fyrir suð-austurhornið næsta laugardag. Ekki slæmt fyrir þá sem ætla að ganga á Hvannadalshnúk um hvítasunnuna. No sir!
Við Rósa vorum að ræða þessa göngu í gær og kom þá upp úr krafsinu að við erum báðar að treysta á að það verði fært upp á laugardeginum því við ætlum á heví djamm á sunnudeginum. Gott líka að vita af því að vinkonurnar eru eins þenkjandi eins og ég sjálf. Ég held maður eigi nú skilið að fá sér eins og eitt hvítvínsglas (hóst hóst hvítvínsflösku) eftir svona afrek.
Mamma ætlaði að ganga á hnúkinn í dag en varð frá að hverfa vegna veðurs. Eins gott að það verði fært á morgun því ég er dáldið að horfa á það hvort hún komist ekki örugglega upp. Ef hún kemst þetta þá hlýt ég að meika það.
Já, ég er greinilega alltaf að spá í hlutunum og mikið að hugsa. Ég hef líka gaman af ljóðum og uppáhaldsbókin mín er Spámaðurinn.
1 Comments:
Hahaha, spámaðurinn... Elskaði þá bók fyrir 15 árum síðan.
Góða ferða á jökullinn.
Knús,
Tara Love
Skrifa ummæli
<< Home