föstudagur, ágúst 19, 2005

Með ljótt hár

Jájá... I'm alive. Ég hef ákveðið að reyna að skrifa aðeins oftar og þá kannski bara stutta pistla í hvert skipti. Hef ótrúlegt en satt fengið kvartanir. Athugið samt að ég er ekki með teljara á síðunni minni* þannig að ég mæli vinsældir mínar í kommentakerfinu. Ég held þess vegna að ég eigi bara tvo til þrjá lesendur og verð því alltaf jafn hissa þegar fólk segist lesa síðuna mína.

Í dag þarf ég að segja frá því að ég pantaði mér tíma í klippingu og litun um daginn. Svo þurfti ég að hætta við á síðustu stundu en það passaði upp á mínútu að um leið og ég missti af tímanum fékk ég ógeð á hárinu á mér. Allt í einu er ég komin með svakalega rót, liturinn er líflaus, endarnir slitnir og klippingin ómöguleg. Þeir sem þurfa að umgangast mig þurfa semsé að horfa upp á þetta fram á næsta þriðjudag.

Þið hin getið prísað ykkur sæl.

*Það má svo deila um það hvort kona í minni starfsgrein eigi að vera að segja frá svona löguðu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra loksins frá ykkur. Getur Nonni ekki sett myndir frá Grænlandi á síðuna ? kv. Baldur

2:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá smá hreyfingu.

Ég skil manna (kvenna?) best þá kvöl að vera með ljótt hár. Vonandi var þessu kippt í liðinn í dag.

Bíð spennt eftir myndum og náttúrulega fleiri færslum.

L&R
Anna

9:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home