Geldingar og góðar hægðir
Ferðin heldur áfram við mikinn fögnuð okkar ferðalanganna. Vorum dugleg í gær og í dag að skoða allt það helsta sem Udaipur hefur upp á að bjóða. Helsta markverða sem gerðist í þeim túr var að ég náði að móðga þrjá geldinga. Já, ekki bjóst ég við því þegar ég spurði leiðsögumanninn okkar hvenær hætt hefði verið að nota geldinga í Indlandi að þrír þannig stæðu akkúrat við hliðina á mér! Er hægt að vera óheppnari?
Maturinn hérna er ótrúlegur og við troðum okkur út af indverskum kræsingum á hverju kvöldi. Alveg líklegt að einhverjir fitni í þessari ferð. Ég er reyndar að treysta á að fá skituna síðustu þrjá dagana í ferðinni til að koma heim mjó og fín. Þrátt fyrir hrakspár margra hefur farið lítið fyrir magakveisum... 7-9-13.
2 Comments:
Thad hefur reynst okkur vel ad kaupa mat af gotusala, sleikja hurdarhuninn a almenningsklosetti og tannbursta okkur upp ur drullupolli. Allt a sama degi.
Finn niddari i nokkra daga a eftir.
Hofum nad nokkrum kiloum af okkur svona - eftir sodaleg matarfylleri.
Kv. fra Costa Rica
Eg sakna ykkar sarlega í Mábbanum. Það er svo einmanalegt án ykkar. Er núna í Goddaranum og allir biðja að heilsa. koss og knús. Anna og goðheimagengið.
Skrifa ummæli
<< Home