þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Namaste!

Þá erum við búin að vera í Udaipur í tvo daga og líkar vistin vel. Rósa er væntanleg á hverri stundu og þá byrjar prógrammið fyrir alvöru enda Rósa ekki þekkt fyrir það að sitja á rassinum þegar hægt er að skoða sögulega staði. Við hjónin erum því búin að einbeita okkur að hinu svokallaða chilli fram að þessu. Til merkis um hvað við erum orðin súper afslöppuð þá sváfum við til ellefu (hósthóst...hálftólf.. hósthóst) í dag eftir tíu tíma svefn. Plan dagsins sem átti að hefjast klukkan níu stundvíslega klúðraðist því aðeins en hverjum er ekki sama.

Úbbs, nú er Rósa mætt svo ég kemst því miður ekki í að skrifa um allt sem ég ætlaði mér. M.a. um Marjorie frá Brighton sem vinnur á skrifstofu en er í þriggja vikna fríi hérna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home