fimmtudagur, janúar 05, 2006

Áramótaloforðin

Ég er strax farin að íhuga alvarlega að hætta við áramótaloforðin. Þau voru að éta minna og hollara, drekka minna hvítvín (reyndar er kampavín my new beverage of choice), vera duglegri í ræktinni og lifa almennt heilbrigðara lífi. Janúar og febrúar eru svo boring mánuðir að það er eiginlega ekki hægt að gefa frá sér góðu hlutina í lífinu akkúrat á þessum tímapunkti. Best að fresta þeim fram á sumarið þegar dagarnir eru lengri.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár gæska! Best að nota tækifærið og segja það áður en það verður úrelt ef ske kynni að við hittumst næst í febrúar/mars.

9:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home