Hollywood husbands
Þá er ferðin góða brátt á enda. Við komum aftur til Delhi í gær, tékkuðum inn á Hyatt Regency. Þurftum fyrst að fara á hótelið sem við ætluðum upphaflega að vera á til að ná í farangurinn okkar og iðruðumst sko ekki ákvörðunarinnar um að skipta um hótel. Þvílíkt viðbjóðshverfi og ógeðslegt hótel. Í staðinn verður síðasta deginum eytt á sundalaugarbakka inn á milli beauty treatments og nudds. Komum svo spik'n'span heim eftir tvo daga.
Eitt af því sem er á hótelinu og við höfum ekki haft aðgang að í þrjár vikur er almennileg internettenging. Ég er því búin að lesa upp þrjár vikur af slúðri og er með eftirfarandi hugleiðingar um nokkra eiginmenn í Hollywood.
Mér finnst Jordan Bratman blómstra eftir að hann giftist Christinu (eða X-stinu) Aquilera. Hann er næstum því ekki ófríður lengur.
Kevin Federline verður alltaf ógeðslegri og ógeðslegri með tímanum. Mér hefur nú aldrei fundist hann beint classy guy en þvílíkur viðbjóður sem þessi gaur lítur út fyrir að vera. Ég vorkenni Britney greyinu alveg þvílíkt að vera föst í hjónabandi og eiga barn með þessum hvíta sora.
Ég held að Nick Lachey eigi bara eftir að blómstra eftir að hann losnar við Jessicu.
Búið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home