Ekki leiðum að líkjast
Nú er enginn maður með mönnum (veit nú ekki alveg hvort ég vilji eða hreinlega geti verið maður með mönnum) nema hafa farið inn á wwww.myheritage.com til að tékka hvaða fræga fólki maður líkist. Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum að líkjast ekki Camillu Parker Bowles eins og Pétur. En hvað um það hér eru niðurstöðurnar.
Þær sem ég var ánægð með að líkjast eru:
Sarah Michelle Gellar
Ashley Olsen
Carrie Ann Moss
Tia Carrere
Þær sem ég var ekki ánægð með að líkjast:
Paris Hilton
Rachel Hunter
Gillian Anderson
Samantha Fox (er nú ekki alveg að sjá samlíkinguna)
Svo voru nokkur no-names á listanum sem tekur því ekki að nefna. Ég var líka sátt við að ég líkist ekki neinum karlmanni.
Nonni líkist Michael Keaton, Rupert Grint (Ron, rauðhærði vinur Harry Potter), Angelu Lansbury (hahaha...), Jose Carreras og Viggo Mortensen (mmmm...). Ég var pínulítið hissa að David Duchovny skyldi ekki vera nefndur en mér finnst þeir Nonni ekki ólíkir.
2 Comments:
Ég hef prófað þetta nokkrum sinnum og fæ út mjög mismunandi niðurstöður. Var samt að fá Courtney Cox, Audrey Hepburn og MK Olsen frekar consistently. Þær eru ekkert líkar innbyrðis (og ekkert líkar mér).
Eitt enn: Athygli mína vekur að ég fæ Mary-Kate og þú færð Ashley Olsen. Það hefur greinilega ekki veið nein tilviljun að við náðum þeim stöllum svona vel.
Nonni er klárlega blanda af David Duchovny, Aaron Eckhart og Sean Bean.
Mér finnst samt eiginlega réttara að segja að Sean Bean sé blanda af David Duchovny, Aaron Eckhart og Nonna.
Skrifa ummæli
<< Home