fimmtudagur, mars 16, 2006

Velkominn í heiminn Big A

Fyrirsagnirnar segja allt um það hvað vinkonur mínar eru frjósamar. Arnar "litli" kom í heiminn síðasta laugardag. 19 merkur heilum tíu dögum fyrir tímann og geri aðrir betur! Við óskum foreldrunum, þeim Hjördísi og Emil, innilega til hamingju með kútinn. Verður gaman að sjá hann og Hrafnhildi saman að leika.

Annars er kellingin orðin Dirrty og bara sátt við það. Átti Fu..ing Fabulous helgi með The Hubby í NYC. Gistum á Waldorf, fórum í þyrluflug, borðuðum gorgeous food á cooliscous veitingastöðum og svona má lengi telja. Helgin var svo fullkomnuð með kampavínsbrunch á sunnudeginum sem endaði með því að frúi keypti sér minkapels. Ég hef nefnilega komist að því að allar konur á fertugsaldri verði að eiga mink.

Um síðustu helgi fórum við á skíði til Norge sem kom ánægjulega á óvart. Skemmtilegt skíðasvæði, skemmtilegt fólk, góður matur og Uno. Ég fann Uno spil í skónum mínum í flugvélinni á leiðinni heim eftir heilmikið masterplan og svindl í spilamennskunni kvöldið áður. Var þó ekki betri svindlari en svo að ég var með flest stig þegar upp var staðið. Hvítvínið hefur sennilega átt einhverja sök þar á.

Peace out.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar allt svo skemmtilega... (Er ég að tala íslEnsku?)

Sakni sakn.

Anna Þorbie

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home