miðvikudagur, desember 04, 2002

Jæja þá er von á snjóstormi í Atlanta í dag. Við erum búin að fá viðvaranir á tölvupósti um hvernig skuli bregðast við ef það þarf að loka skólanum vegna veðurs. Svo voru allar búðir fullar í gær af fólki að byrgja sig upp af nauðsynjavörum og ég hitti mann við ljósaperurekkann í gær sem var mikið að velta fyrir sér hvað væri nú traustasta vasaljósið svona just in case... Hann labbaði út með þrjú stykki.

Þess skal getið að síðasti snjóstormur var fyrir tveimur árum hérna og mér skilst að snjóalagið hafi verið heilir 3 sentimetrar. Einnig skal þess getið að búist er við að snjóstormurinn byrji seinnipartinn í dag og verði búið að lægja í fyrramálið. Og þetta er ekki grín!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home