Í gærkvöld var frumraunin hjá okkur Brynju í barnapössuninni og fórum við alveg á kostum. HC er reyndar mjög þægileg stelpa og kvartar ekki mikið, nema þegar hún á að fara að sofa. Gestur og Lena brugðu sér sum sé í bíó saman, í fyrsta skipti í tæpa níu mánuði og völdu náttúrulega stórmyndina Jackass, kemur ekki á óvart fyrir þá sem þekkja Gest. Ég og Gestur byrjuðum reyndar kvöldið á því að horfa á Liverpool tapa á sannfærandi átt fyrir stórstjörnunum í Fulham. Okkar menn eru heldur slappir þessa dagana og merkilegt að fá á sig 3 mörk, þrátt fyrir að vera með 10 varnarmenn inná. Annars tek ég ofan hattinn fyrir mönnunum hans Magga, það hlýtur að vera gaman fyrir þá að hvíla sig aðeins á botnbaráttunni.
Annars er nú bara lærdómshelgi hjá okkur skötuhjúunum og má búast við ágætis törn fram yfir próf. Ég er að fara í próf í hagfræði á þriðjudaginn í kúrs sem heitir Economics for Managers. Hann ætti reyndar að heita Economics for dummies að mínu mati. Þetta er MBA kúrs sem virðist hafa það að megin markmiði að hafa sem minnst af formúlum og sem allra hæstar einkunnir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home