föstudagur, nóvember 22, 2002

Talandi um flott dansspor þá er ég búin að pikka upp þónokkuð af "flottum" sporum hérna sem ég get ekki beðið eftir að sýna Önnu systur. Við erum búnar að vera með smá ljótudanssporakeppni í gangi í nokkur ár. Anna á ennþá vinninginn með GuidingLight danssporinu sem hún fann uppá (sliiiide....).

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er þessi færsla gerð klukkan 10:23 á föstudagskvöldi. Já, ég er heima að gera ritgerð meðan Nonni er á djamminu. Mér finnst það ööömurlegt! Ef einhver er vakandi núna (t.d. að koma heim af djamminu) og les þetta þá vinsamlega sendið mér hughreystingarpóst hingað.

Taggfyrir og góða nótt
Brynja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home