föstudagur, nóvember 22, 2002

Við erum að fara að passa Huldu Clöru í fyrsta skipti um helgina... vííí. Foreldrarnir ætla í fyrsta skipti að bregða sér bæði af bæ og skella sér í bíó (Jackass eða 8 Mile) og við Nonni fáum þann heiður að passa prinsessuna á meðan. Ég var "baby sitting intern" í gærkvöldi enda vita þeir sem þekkja mig að ég hef nú ekki mikla reynslu af að fást við svona kríli. Ég fékk semsagt að hjálpa til við að gefa henni að borða, baða hana og hátta og held að ég hafi bara staðið mig vel.
Annars er það að frétta af HC að hún er nú á þriðja degi í leikskóla og fílar sig líka svona ofsalega vel. Þegar foreldrarnir komu að sækja hana fyrsta daginn þá leit hún upp, veifaði höndunum aðeins og hélt svo áfram að leika sér eins og ekkert hefði í skorist. Þau voru ekkert ofsalega sár... haha.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home