sunnudagur, október 01, 2006

Af hverju?

Ég hef löngum verið þekkt fyrir að velta fyrir mér lífinu og tilverunni og koma stundum með hárbeitta þjóðfélagsádeilu. Upp á síðkastið hef ég verið að velta fyrir mjög existencialistískri spurningu sem er eftirfarandi:

Af hverju er lagið Tell me your name með hinum ágæta Snooze dúett spilað svona 100 sinnum á dag á fm957* þegar til er alveg ótrúlega gott úrval af gæða rappi í heiminum? Maður spyr sig.

Ég mæli með því lesendur góðir að þið hlustið á sýnishornið til að ná fyllilega dýptinni í því sem ég er að segja. Kannski hlýtur lagið að vera gott af því að "reyndir, erlendir tónlistarmenn" komu að gerð þess. Þeir hafa a.m.k. ekki verið enskumælandi. Þá hefðu þeir sennilega gripið kaflann þegar rappararnir ætla að segja okkur að S-N-O-O-Z-E stjórni heiminum (eða eitthvað álíka gáfulegt) en segja í staðinn S-N-O-O-C-E... oft.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það bregst ekki að hér má finna hárbeittar þjóðfélagsádeilur. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

Ég hef reyndar ekki heyrt umrætt lag en úr því verður bætt um leið og ég kem heim úr skólanum í kvöld.

Vonandi get ég orðið að liði.

Ást og virðing,
Anna Þorbjörg

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hræðilegt.

11:30 f.h.  
Blogger Brynja said...

Ég geri mitt besta til að upplýsa lesendur mína um það sem ber hæst í menningu og þjóðfélagsumræðu hverju sinni.

12:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home