Vond móðir?
Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég gæti ekki verði betri móðir. Ég:
* Gleymi iðulega að gefa syni mínum AD dropa þrátt fyrir að amma segi að börn geti fengið beinkröm ef þeim er sleppt í nokkra daga.
* Gleymi stundum að bursta litlu tennurnar tvær á kvöldin.
* Brenndi fyrstu gulræturnar sem ég ætlaði að gefa honum.
* Hlakka meira til að versla á sjálfa mig en son minn í LA.
Greyið litla situr samt uppi með mig. Nýjar myndir úr sundinu á myndasíðunni.
5 Comments:
Brynja, þú verður að fara að taka þig á áður en þú eyðileggur barnið! ;-)
Hmmm.... Hljómar kunnulega. Nema þetta med LA. Hef ekki komið þangað i 15 ar ;)
Verð reyndar að viðurkenna að það er skemmtilegra að versla á stelpurnar en mig :o
Ekkert af mínum börnum hefur fengið AD dropa. Stofnum vondumömmuklúbb.
Baldur stendur alveg undir nafni í sundinu, ég skal kenna honum baksundið við tækifæri, Nonni kannski ekki alveg rétti maðurinn til þess (sorrý Nonni, þú ert samt alveg góður í mörgu öðru :-)
Ég gleymi líka dropunum nokkuð oft - en þetta með verslunina í LA þykir mér fullkomlega eðlilegt. Ég get varla beðið eftir því að endurnýja fataskápinn þegar maður hættir að þurfa að spá í brjóstagjöf og hættir að þurfa þvo fötin sín daglega vegna þess að ónefnt stýri ælir alltaf á mann.
Skrifa ummæli
<< Home