Foxí kvikindi
Ég held að hápunkti lífs míns væri náð ef einhver myndi tala um mig sem foxí kvikindi.
Annars finnst mér þetta blogg æði sem er yfir landann að ganga svo hallærislegt og "five years ago" að ég fæ mig ekki til að uppfæra þessa síðu oftar en raunin er. Ég neita að taka þátt í þessu.
Annars er hér skemmtileg saga úr lífi mínu*. Áður en ég varð mamma þá straujaði ég allar taubleyjurnar sem ég var búin að kaupa og var jafnvel að spá í að halda því áfram. Nonni veit ekkert fyndnara þessa dagana en að spyrja mig hvort ég ætli ekki að fara að strauja bleyjur. Ég hef sent honum morð-augnaráðið mitt á móti með lélegum árangri.
*Það er óþarfi að benda mér á að nú er ég komin í mótsögn við málsgreinina á undan... Ég geri mér sorglega vel grein fyrir því.
5 Comments:
Til hamingju ad vera ordin mamma. Er thad ekki gaman? Og hvad attirdu svo og hvenaer og allt thad.
Takk fyrir það. Við fengum strák sem fæddist 5. júní. Endalaust yndislegur og gaman hjá okkur :)
Thad er toff ad blogga.
Lara
neeeiii... það er töff að vera í teinóttu.... og það er töff, mjög töff að vera í krumpuðu. kram, s
Þú ert foxý kvikindi.
Ég fór náttúrulega inn á hlekkinn og las allt blaðið til að sjá hvaðan þetta kæmi. Það var algjörlega nauðsynlegt. Ekkert smá glatað að hugsa um það að það voru m.a. þjálfarar í liðinum sem létu þessi orð falla um stelpurnar. Perrar!
L&R,
Anna Þorbjörg
Skrifa ummæli
<< Home