miðvikudagur, apríl 25, 2007

Ótrúlega leiðinlegt

Mikið er ég glöð yfir þeim athugasemdum sem ég fékk á síðustu færslu. Það að einhver sé að kíkja hérna inn sýnir mér hvað þið, lesendur góðir, eruð die hard fans.

Annars er þetta zúr færsla. Nonni er í Noregi og ég hef engan til að kvarta yfir því hvað mér finnst stjórnmálaumræðan fyrir þessar kosningar ótrúlega leiðinleg. Ég ákvað því að taka tæknina í mína þjónustu og tuða á internetinu. Nú sit ég hér undir rifrildi stjórnmálaleiðtoganna um það að þessar kosningar snúist ekki um neitt. Get a life*!

Svo langar mig líka að tuða yfir blogg-æðinu sem ríður yfir landann þessa dagana. Sumum gæti þótt þessi athugasemd koma úr hörðustu átt í þessu samhengi en svo er ekki. Það er eins og stór hluti landsmanna sé bara að uppgötva blogg núna og sjái sig knúinn til að tjá sig og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar. Munurinn á mér og plebbabloggurum er eftirfarandi:
  • Ég er ekki nýbyrjuð að blogga.
  • Ég blogga bara þegar ég hef eitthvað gáfulegt að segja.
  • Ég tek mig ekki alvarlega sem bloggara.
  • Ég geri greinarmun á raunheimum og netheimum.**
Ætla ekki annars allir á Josh Groban?

Góðar stundir,
B

*Þegar ég las þessa færslu yfir mætti halda að ég ætti við sjálfa mig hér... sem má kannski til sanns vegar færa. En þessari setningu er beint til hinna þreyttu stjórnmálamanna og fjölmiðlafólksins sem nennir að tala við þau.

**Æ, ég varð að koma þessari setningu að. Hún er í rauninni mjög dæmigerð fyrir plebbabloggara.

2 Comments:

Blogger Lára said...

Mikið er ég ánægð með hvað þú bloggar mikið þessa dagana.

5:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að bloggið er að lifna við. Ég byrjaði og hætti að blogga fyrir tæpum fjórum árum. Gæti ekki verið meira sammála.

En nú er hægt að bæta þér inn á blogg-rúntinn þegar prinsessan fær sér lúr.

Kv. Bryn

3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home