laugardagur, október 07, 2006

Minn lífstíll

Og heimspekilegar hugleiðingar halda áfram. Orð dagsins er: Lífstíll.

Upp á síðkastið hafa sprottið upp lífstíls-þetta og lífstíls-hitt um alla Reykjavík (þori ekki að tjá mig um landsbyggðina). Fagurkerar bæjarins keppast við að nota þetta orð og virðist hægt að klína því á allt og alla. Nýjasta nýtt er að fá sér "lífstílsbíl" (Lexus, fyrir þá sem ekki vita).

Ég tengi þetta orð við Arnar Gauta, svart/hvítar mínímalístískar innréttingar, blómamynstur a la Gulla í MáMíMó, veitingastaðinn Silfur og svona mætti lengi telja. Heyrði ég einhvern segja plebeiismi?

Ég tek það fram að margt af því sem orðinu lífstíls hefur verið klínt á er mjög smart, skemmtilegt og gott. En af hverju má ekki bara kalla hlutina sínum réttu nöfnum í staðinn fyrir að nota þreyttar klisjur? Ég hef líka stundum á tilfinningunni að sumir noti þetta orð til þess eins að safna saman fullt af dóti með allt of mikilli álagningu og ætlast til að fólk kaupi (sem það og gerir) af því að þetta er svo mikill lífstíll.

Lifið heil!

3 Comments:

Blogger Brynja said...

Í morgun barst okkur Lífstílsblað Gulu línunnar. Comm on...

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha...

Ótrúlega fyndið.

Sammála þér eins og svo oft áður.

8:39 e.h.  
Blogger Lára said...

Ég held að þú hafir heyrt mig hrópa plebbismi. Gleymi því aldrei þegar frú Arnar sagði að barnið hans ætti að læra að hafa dýran smekk. Ekki góðan smekk....dýran. Plebbi.

9:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home