miðvikudagur, mars 28, 2007

Tveir langir mánuðir

Og þá er ég ekki að tala um þann tíma sem þið hafið þurft að bíða eftir nýrri færslu frá mér... sem ég skil vel að taki á taugarnar. Ónei, ég er að tala um tímann sem við þurfum að bíða eftir Lil'Junior. Þeir sem þekkja mig og vita hvað ég er sjúklega forvitin geta gert sér í hugarlund hvað mér finnst erfitt að bíða eftir lilla krilla.

Annars er aðal hausverkurinn núna að finna nafn á hann. Þetta byrjaði ósköp sakleysislega og leit í fyrstu út fyrir að við foreldrarnir tilvonandi værum algjörlega á sömu bylgjulengd. En Adam var ekki lengi í Paradís og nú er staðan orðin sú að ég vakti Nonna um miðja nótt aðfaranótt sunnudags og setti honum afarkosti. Hann er að hugsa málið.

Ætli þetta endi ekki bara með því að við gerum eins og goðin okkar Jordan og Peter og skírum hann Júníor. Pabbi er nefnilega í mannanafnanefnd svo við gerum okkur góðar vonir um að geta skírt hvað sem er. Ef hann verður eitthvað tregur í taumi þá hendum við bara Baldur með og þá er nú ekki hægt að segja nei.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

:D Það verður spennandi að hitta litla frænda í sumar.

tips: vinsælasta strákanafnið í STHLM er Hugo um þessar mundir. Hvernig líst þér á?

3:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.

Ég var einmitt að finna (enn eitt) nafnið á ófædda (og reyndar ógetna) dóttur mína. Hún á að heita Kisa. Kannski Kristín Kisa Pálsdóttir, eða Kisa Kristín Pálsdóttir.

Ég sakna þín,
Anna Þorbjörg

2:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home