Gleðileg jól, gleðilegt ár o.s.frv.
Er loksins farin að skammast mín það mikið fyrir skrifletina að ég ákvað að skella einhverju inn hér... já, bara einhverju! Pammy og Kid búin að skilja síðan ég skrifaði síðast þannig að þetta gekk ekki lengur.
Hey, ég sá kjól á netinu sem ég er alvarlega að spá hvort að sé of fleginn fyrir skírn? Þá meina ég á mömmunni. Hvað finnst ykkur?
6 Comments:
Hann yrði pottþétt mjög hentugur fyrir brjóstagjöfina...spurning hvort hann hafi verið hannaður með slíkt í huga?
Það er ekkert of flegið fyrir skírn segi ég!
Ég var ekki einu sinni búin að fatta það sjálf hvað þessi kjóll er upplagður fyrir brjóstagjöf. Bæði fallegur og praktískur... nú hef ég enga afsökun lengur fyrir því að kaupa hann ekki!
Gordjöss kjóll...
Annars vissi ég ekki að þú værir að leita að kjól fyrir skírn sem móðir! Þannig að ég segi bara innilega til lukku með það! :) :) :)
Takk fyrir það :)
Ég fattaði heldur ekki að þú ættir við sjálfa þig. Til hamingju með óléttuna. Hvenær er von á barninu?
Skrifa ummæli
<< Home