sunnudagur, febrúar 04, 2007

E&E

Þá er undankeppni Eurovision lokið. Við hjónin gerðum heiðarlega tilraun til að horfa á þriðju og síðustu undankeppnina í gær en urðum reglulega að snúa okkur undan vegna bjánahrolls. Við vorum á tímabili farin að halda að sjónvarpið okkar væri bilað vegna þess hversu mikið dósahljóð var í flutningi laganna. Mér fannst gæðin vera svipuð og á karaoke keppni á Ölveri á góðu föstudagskvöldi. Það verður athyglisvert (nota viljandi ekki orðið spennandi hér) að sjá hvað okkur tekst að tína til til þess að senda út í ár.

Ég fór annars á frábæra MH-endurfundi á föstudaginn. Mér finnst einhvern vegin tilheyrandi að taka vitleysinginn á svona reunion og endurvekja persónuna sem maður var á þeim tíma og fara á trúnó um gamla tíma. Sökum ástands míns varð þó lítið úr því og ég var komin heim fyrir eitt. En ég lofa að koma þeim mun sterkari inn á 15 ára endurfundina. En rosalega var gaman að sjá alla aftur og mér fannst fólk hreinlega ekkert breytt. Hins vegar fannst mér allir alveg ofsalega fullorðnir þegar ég fór að tala við fólk þangað til ég áttaði mig á því að ég er sjálf komin í pakkann. Mér hefur hingað til þótt að ég og mínar vinkonur séum ennþá sömu flippararnir og við vorum í MH... But I guess I was wrong. Við erum ekkert minna virðulegar en aðrir á þessum aldri mér til mikillar armæðu.

1 Comments:

Blogger Lára said...

Ég skil ekkert hvað þú ert að tala um. Mér fannst lögin alveg frábær og alveg áberandi frumleg þetta árið.

3:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home