miðvikudagur, maí 30, 2007

Þolinmæði er dyggð

Sem ég þyrfti nú aldeilis að hafa nóg af núna. Þolinmæði hefur hins vegar ekki verið efst á listanum yfir mannkosti mína hingað til. Þið getið því ímyndað ykkur hversu skemmtileg ég er þessa dagana.

Ég verð samt að viðurkenna að ég hef einu sinni hlakkað meira til einhvers heldur en að hitta mitt eigið afkvæmi. Það var árið 1982 þegar ég kastaði upp á aðfangadag af spenningi yfir gjöfunum. Ég er ekki komin svo langt í tilhlökkuninni núna. Sýnir hvers lags manneskja ég er.

5 Comments:

Blogger Svanhildur said...

Já elsku Brynja, ég skil þig mjög vel. Trikkið er náttlega að vera ekkert að bíða, segja áætlaðan dag vera 2-3 vikum eftir raunverulegan settan dag. Byrja á verkefnum sem þú verður svo upptekin af að þú mátt alls ekki vera að þessu.... þá kemur bankið.... nok, nok!
Við erum náttlega bara spennt að fá fréttir af ykkur á heimleið af spítalanum einu fleiri en daginn áður ;-)
Bestu kveðjur,
s & co

4:47 e.h.  
Blogger LindaKrissó said...

Ég gekk viku fram yfir með bæði börnin. Allt í lagi allra fyrstu dagana en síðan var ég að verða brjáluð. Tel mig samt ekkert sérstaklega óþolinmóða. Hang in there! Sá litli fer að koma..

5:38 f.h.  
Blogger Brynja said...

Takk stelpur fyrir hughreystinguna. Mér er næstum farið að líða eins og hann komi bara ekkert og ég verði ólétt það sem eftir er.

11:28 f.h.  
Blogger Rassabollur said...

"Verði ólétt það sem eftir er" er einhver tilfinning sem ég upplifi sterkt núna.
Hlökkum til að fá fréttir af ykkur.

3:05 e.h.  
Blogger Hrefna said...

Ég hélt líka á tímabili að ég yrði ólétt það sem eftir væri...ekkert smá ÖMURLEGT að ganga framyfir. En nú fer þetta að koma geri ég ráð fyrir og gangi ykkur vel!
Hrefna

1:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home