Til útlanda!
Þá er Baldur litli kominn til útlanda í fyrsta skipti. Nánar tiltekið til Kaupmannahafnar. Hann stóð sig alveg eins og hetja á ferðalaginu og var ekkert nema yndislegheitin alla ferðina. Mömmu sinni og ömmu til mikillar ánægju.
Við fórum í göngutúr í gær og heimsóttum m.a. litlu hafmeyjuna sem Baldur svaf reyndar af sér en pabba hans fannst þeim mun tilkomumeiri.

1 Comments:
Æðislegar myndir!!!
Já, ég kannski ætti að fara að láta heyra smá meira í mér... Það verður tekið til alvarlegrar athugunar, síðan er búin að vera í einhverju skralli (afsakanir, eilífar afsakanir). Ég skal byrja að blogga aftur eftir 3 almennileg blogg frá ykkur :)
Knús,
Anna Þorbjörg
Skrifa ummæli
<< Home