mánudagur, september 17, 2007

Til útlanda!

Þá er Baldur litli kominn til útlanda í fyrsta skipti. Nánar tiltekið til Kaupmannahafnar. Hann stóð sig alveg eins og hetja á ferðalaginu og var ekkert nema yndislegheitin alla ferðina. Mömmu sinni og ömmu til mikillar ánægju.
Við fórum í göngutúr í gær og heimsóttum m.a. litlu hafmeyjuna sem Baldur svaf reyndar af sér en pabba hans fannst þeim mun tilkomumeiri.Við bendum svo á að hlekkir á spássíu hafa verið uppfærðir. Nýjasta Moggabloggaranum hefur verið bætt við. En hann verður að vera duglegri að skrifa ef hann ætlar að viðhalda status. Anna Þorbie má líka alveg fara að láta í sér heyra... vér söknum hennar.

1 Comments:

Blogger annaj said...

Æðislegar myndir!!!

Já, ég kannski ætti að fara að láta heyra smá meira í mér... Það verður tekið til alvarlegrar athugunar, síðan er búin að vera í einhverju skralli (afsakanir, eilífar afsakanir). Ég skal byrja að blogga aftur eftir 3 almennileg blogg frá ykkur :)

Knús,
Anna Þorbjörg

2:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home