mánudagur, desember 09, 2002

Fyrstu tveimur prófunum lokið hjá mér og bara eitt eftir. Brynja greyið á hins vegar þrjú eftir og það er því heldur meira álag á henni. Í dag fór ég annars og leysti út ávísun sem ég fékk fyrir stundakennslu uppi í skóla. Þetta voru rúmlega hundrað dollarar og því ekkert sem heiðvirðir bankamenn ættu að kippa sér upp við. Á daginn kom hins vegar að það tók gjaldkerann 10 mínútur að ganga frá öllu við innlausnina. Til þess að innleysa þetta smotterí þurfti ég að sýna tvö skilríki auk þess að þurfa að dýfa hægri þumlinum í blek til að setja fingrafar á ávísunina. Greinilegt að öryggið þarf að vera í lagi hjá Kananum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home