Afríkudrottningin
Ég bendi á að Afríkudrottningin kann sér ekkert hóf í blogginu. Sem er gott.
Annars komum við heim í gær eftir þriggja tíma seinkun og nokkurt sveim yfir Keflavíkurflugvelli. Verð að hrósa flugstjórum Flugleiða gífurlega fyrir að hafa getað lent í veðrinu sem geisaði í gær. Mér fannst hin mesta svaðilför að hlaupa út í bíl með Baldur! Ég mun væntanlega ekki nota gallajakkann og sumarskóna sem ég keypti í vorveðrinu í London í bráð. A.m.k. ekki hérna á Íslandi.
Nú stara ca. 50 kíló af óhreinu taui á mig af gólfinu. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera húsmóðir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home