Jæja, þá eru tvö down og tvö eftir. Klárum svo bæði á morgun og þá verður nú tjúttað. Nú er að komast mynd á Flórídaferðina okkar. Við erum búin að kósí gistiheimili á Key West frá 24. til 26. Desember. Þetta er Rauði Haninn sem rekinn er af félögunum Jim og Garey. Svo verður Hulda Clara, ásamt foreldrum og afa, á svæðinu en þau eru búin að panta sér íbúð í viku á Key Largo og aldrei að vita nema að við gistum eins og eina til tvær nætur hjá þeim. Hérna er kort af svæðinu fyrir áhugasama. Frá Key Largo er svo hægt að gera út í Everglades þjóðgarðinn og fleiri skemmtilega staði.
Svo vil ég benda fólki á að þótt við séum í prófum og bloggum lítið þessa dagana tökum við alveg við skemmtilegum tölvupósti ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home