Uss það varð nú lítið um djamm í gærkvöldi. Nonni fór og hitti krakka úr bekknum sínum í kvöldmat en ég tróð mér í pizzu hjá Gesti og Lenu. Svo náði ég í Nonna klukkan hálf tíu og við fórum heim að pakka inn síðustu gjöfunum, taka til og hlusta á jólalög sem frú Lena hafði brennt fyrir okkur á geisladisk. Bo Halldórs hefur aldrei hljómað jafn vel ;) Það verður algjör snilld að hafa íslensk jólalög í bílnum á leiðinni til Flórída.
Í dag ætlum við að leggja í'ann svo það verður áfram stöpult blogg hjá okkur. Við ætlum samt að reyna að komast í tölvur eins oft og við getum til að senda fréttir úr sólinni svo þið þurfið ekki að örvænta. Planið er að vera komin niður til Key Largo seinnipartinn á morgun og svo verður kafað eins og vitleysingar í þrjá daga. Svo er ætlunina að tékka á Miami í nokkra daga og ná í The Rose þangað áður en við förum aftur niður á Key-in að hitta Gest og Lenu. Þetta verður geeeeðveikt.
Túddílú,
Bryns
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home